Pétur Eggerz

Sigurður Eggerz

Sendiherra of rithöfundur



Pétur Eggerz,  1913-1994, fæddur í Vík í Mýrdal, sonur
Sigurðar Eggerz, lögfræðingur, sendiherra og prótókollmeistari í utanríkisráðuneytinu, kvæntur Ingibjörgu Eggerz listmálara (1916-1999). Pétur byrjaði starfsferilinn sinn sem ríkisstjóraritari Sveins Björnssonar. Á árunum 1945 til 1968 starfaði hann við sendiráðiðin í Lundúnum, Washington D.C., og Bonn og sem sendiherra Íslands við Evrópuráðið í Strassburg.  Frá 1968 til 1978 war hann prótókollmeistari í utanríkisráðuneytinu og fór svo út aftur sem sendiherra Íslands í Bonn frá 1978 til 1983. Sjö bækur eftir hann hafa komið út hjá Skuggsjá.

Þegar Pétur var skipaður sendiráðsritari í London frá 1.okt. 1945 var hann einn af fyrstum sendimönnum Íslands. Þeir voru frumkvöðlar nýstofnaðs utanríkisráðuneytis nýs, sjálfstæðs lýðveldis. Alla sína starfsæfi gegndi Pétur störf sem sjálfstæði Íslendinga hafði skapað. Í þessu hlutskipti var Pétur arftaki föður síns, Sigurðar, sem átti virkan þátt að koma sjálfstæði Íslendinga á framfæri.

Börn Péturs og Ingibjargar eru 1) Sólveig Eggerz,  kv. Allan Brownfeld, börn: Alexandra, Pétur og Burke 2) Páll Eggerz,  kv. Gabriele Kipke, börn: Arnbjörn, Eiríkur, Níels og Helgi.



Bækur eftir Pétur:
Minningar ríkisstjóraritara, 1971
Létta leiðin ljúfa, 1972
Hvað varst að gera öll þessi ár?, 1975
Sendiherrann frá Sagnalandi og samferðamenn hans, 1984
Ævisaga Davíðs, 1986
Myndir úr lífi Péturs Eggerz, fyrrverandi sendiherra,1990
Ást, morð og dulrænir hæfileikar, 1991