Sigurður Eggerz

Sigurður Eggerz

stjórnmálskörungur og skáld

Sigurður Pétursson Eggerz, 1875 - 1945, lögfræðingur,  sýslumaður, ráðherra, forsetisráðherra, bankastjóri, og síðast bæjarfógeti  á Akureyri og sýslumaður Eyjafjarðasýslu, var lengi alþingismaður (1911-1915, 1916-1926, 1927-1931 SigurðurEggerz og SigurðurEggerz2). Sigurður var fremstur í flokki á sínum tíma að knýja sjálfstæðismál Íslendinga áfram og semja við Dani 25 ára samning sem leiddi sjálfvirkt til sjálfstæðis 25 árum seinna. Hann varð ráðherra Íslands 1914-15 en sagði af sér í mótmælaskyni er konungur Dana vildi ekki fallast á fyrirvarann um uppburð íslenzkra mála fyrir konungi. Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið svo einarður að segja af sér fyrir sannfæringu sína, enda var Sigurður ídealisti og hjartans mál hans að berjast (friðsamlega) á móti Danastjórn fyrir sjálfstæði Íslands. Hann var fjármálaráðherra 1917-1920 og forsetisráðherra 1922-1924 og svo bankastjóri Íslandsbanka (eldri)1924-1930. Það var Sigurður, þáverandi fjármálaráðherra, sem hélt ræðuna fyrir hönd ríkistórnarinnar á samkomunni fyrir framan Stjórnarráðhúið við Lækjartorg1.des 1918 í tilefni fullveldis Íslands þegar 25 ára samningurinn við Dani gekk í gildi.

Sigurður var sonur Péturs Friðrikssonar Eggerz (1831-1892, framkvæmdastjóra Félagsverzlunarinnar við Húnaflóa),  sonur Friðriks Eggertssonar prests (1802-1894, skrifaði „Úr Fylgsnum fyrri Aldar“), sem tók upp heimsborgaralega ættarnafnið Eggerz í staðinn fyrir Eggertsson. Guðmundur, bróðir Sigurðs og höfundur „Minngabókar“, var einnig lengi alþingismaður og sýslumaður (1873 - 1957 GuðmundurEggerz). Sigurður var kvæntur Sólveigu Kristjánsdóttur (1887 – 1975). Sólveig var úr Reykahlíðarættinni, fjölmennustu ráðherraætt landsins: hún var dóttir Kristjáns Jónssonar hæstaréttardómara og ráðherra (1852 - 1926,  KristjánJónsson  og KristjánJónsson2), bróður Péturs atvinnumálaráðherra (1858 - 1922 PéturJónsson) en þeir voru synir Jóns Sigurðssonar (1828 - 1889 JónSigurðssonÁGautlöndum) á Gautlöndum alþingismanns. Börn Sigurðar og Sólveigar voru Erna Eggerz (1909 – 2002) og Pétur Eggerz (1913 – 1994, sendiherra í Bonn og Strassburg).

Sigurður var alltaf umdeildur en flekklaus og hreinlyndur, baráttumaður mikill en ljúfmenni við alla, vinsæll og vel álitinn af öllum. Hann var stjórnmmálaskörungur, maður heiðarleikans og góðs gildis. Sigurður var líka skald mikið sem skrifaði mörg leikrit og orti vinsæla sálminn „AllfaðirRæður“, sem varð til er Sigurður varð vitni að átakanlegu, mannskæðu sjóslysi nálægt Vík í Mýrdal.

Hilmar Foss, vinur Sigurðar og systursonur Sólveigar segir hér frá  kynnum sínum af Sigurði:  Viðtal við Hilmar Foss